Hakkréttir

Tacoflétta

Ég mæli með að gera pizzadeigið sjálf, það tekur enga stund að skella í það og meðan það hefast getið þið byrjað að undirbúa allt hitt fyrir uppskriftina. Hér er uppskrift að fljótlegu og þægilegu heilhveitipizzadeigi. Ég skipti helmingnum af heilhveitinu út fyrir venjulegt hveiti til að hafa þetta aðeins meðfærilegra. Það er stundum erfiðara að fletja deigið út ef maður notar bara heilhveiti. Ef þið hafið lítinn tíma þá getið þið auðvitað keypt tilbúið pizzadeig líka.

1 uppskrift heilhveitipizzadeig
450 gr magurt nautahakk
1 stór rauðlaukur, smátt skorinn
2 msk tacokrydd
1 lítil krukka salsasósa (um 230 gr)
1 lime
2-3 tómatar, skornir smátt
rifinn ostur (um 100 gr eða eftir smekk)

Ofaná:
4 vorlaukar, smátt saxaðir
sýrður rjómi
guacamole

———

Hitið ofninn í 180°C (355°F). Setjið smjörpappír á bökunarplötu.

Útbúið pizzadeigið og látið það hefast. Á meðan getið þið skorið grænmetið og fundið allt til.

Fletjið deigið út eins og á myndinni og skerið í það með jöfnu millibili.

tacofletta01

Steikið laukinn í nokkrar mínútur þar til hann fer að mýkjast. Bætið þá hakkinu við og brúnið það. Bætið þá tacokryddinu við ásamt salsasósunni og lime safnum. Hrærið öllu vel saman og saltið og smakkið til með salti og pipar.

tacofletta02

Hellið hakkinu í miðjunni á pizzadeiginu, dreifið skornu tómötunum jafnt yfir og stráið osti þar yfir. Byrjið á endunum og fléttið deigið alla leið eins og sést á myndinni. Penslið með ólífuolíu og stráið rifnum osti yfir.

tacofletta03

Bakið í 20-25 mínútur eða þar til deigið er orðið stökkt og osturinn er bráðnaður. Stráið í lokin vorlauk yfir og berið fram með sýrðum rjóma, guacamole og góðu salati.


Please follow and like us: