Hollari sætindi Önnur sætindi

Hollustu Bounty

Uppskrift frá Pjattrófunum

1 bolli döðlur (látið liggja í bleyti í ca 20 mín svo verði mjúkar)
3 bollar kókosmjöl
1/4 bolli kókosolía (á fljótandi formi)
1/2 bolli malaðar kasjúhnetur
1 tsk vanilla
smá salt
3-4 msk kókospálmasykur
70% lífrænt súkkulaði

————————————-

Kókosmjöl, hnetur, kókossykurinn, vanillu og salt allt í matvinnsluvél og blandað saman, settu svo eina og eina döðlu út í (búnar að liggja í bleyti áður) og unnið vel ásamt kókosolíunni.

Settu deigið í brownies form klætt bökunarpappír og kældu á meðan sirka 150 gr af súkkulaði er brætt í vatnsbaði og svo látið yfir kökuna. Geymið í ísskáp.


Please follow and like us: