Litlar lime ostakökur
Kökur

Litlar lime ostakökur

1 bolli kexmylsna (graham cracker crumbs eða t.d. vel hakkað Homeblest)
3 msk ósaltað smjör
500 gr rjómaostur
1/2 bolli sykur
1 msk heilhveiti
1 msk rifinn lime börkur
1 msk lime safi
2 egg

———————————-

Hitið ofninn í 165°C (325°F) og finnið til 12 muffinsform.

Bræðið smjörið og blandið kexmylsnunni samanvið. Dreifið jafnt í muffinsformin og þjappið vel með fingrunum.

Þeytið rjómaost, sykur, hveiti, lime börk og lime safa saman. Hafið hrærivélina stillta á lágan hraða og bætið við einu eggi í einu þar til allt er orðið blandað.

Dreifið blöndunni jafnt í möffinsformin og bakið í 25-30 mínútur. Látið kólna alveg við stofuhita áður en kökurnar eru kældar í ísskáp í amk 2 tíma.


Please follow and like us: