1 msk kókosolía
2 stórir hvítlauksgeirar, kramdir
1 meðalstór sætur laukur, smátt skorinn
1 dós kókosmjólk
2 kúffullar matskeiðar Panang karrý paste
1 msk tamari
1 msk hlynsýróp (minna ef þið viljið ekki hafa of sætt)
1 meðalstór sæt kartafla, skorin í litla bita
2 bollar grænmeti að eigin vali (t.d. gulrætur, paprika, sveppir…)
1 dós kjúklingabaunir, skolaðar (eða annað prótein að eigin vali)
sriracha (chilisósa) eftir smekk
salt eftir smekk
————————-
Bræðið kókosolíu í stórum potti við meðalhita.
Steikið lauk og hvítlauk í 5-7 mínútur og hrærið vel.
Bætið við kókosmjólk, karrý paste, tamari og hlynsýrópi og hrærið vel.
Bætið við sætu kartöflunni og stillið á lægri hita. Setið lokið á pottinn og látið malla í um 10 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru farnar að mýkjast aðeins.
Bætið við grænmetinu og kjúklingabaununum (eða öðru próteini) og látið malla áfram í 10-15 mínútur. Hrærið oft og fylgist með grænmetinu. Þegar það er eldað bætið þá við sriracha sósunni (1-2 tsk) og smakkið til með salti.