Ég fann girnilega videouppskrift að empanadas á Youtube og aðlagaði þær pínu. Í staðinn fyrir að djúpsteikja þær þá bakaði ég þær í ofni. Ég bar mínar fram með salsa salati og hot sauce.
Deig:
2 1/4 bolli hveiti
1 1/2 tsk salt
113 gr kalt smjör
1/3 bolli kalt vatn
1 egg, létthrært með gaffli
Fylling:
450 gr nautahakk
1/2 lítill laukur, smátt skorinn
1/2 græn paprika, smátt skorin
2 hvítlauksgeirar, smátt skornir
1/4 bolli nauta- eða grænmetissoð (ég nota nota tening og leysi upp í vatni)
1 msk tómat paste
1 tsk chillíduft
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk cumin
1 pakki (um 1 msk) sazon goya krydd – má líka nota annað mexíkóskt/taco krydd í staðinn
smávegis af chillíflögum (kryddið)
1 tsk oreganó
salt og pipar
1/2 bolli tómatasósa – ég notaði kramda tómata í dós
1/2 bolli vatn
1/2 bolli þurrkuð trönuber
Rifinn ostur til að setja ofaná fyllinguna
Hot sauce til að bera fram
—————————–
Deig:
Setjið hveiti og salt í matvinnsluvél og “pulsið” nokkrum sinnum. Bætið við köldu smjörinu (mikilvægt að það sé kalt) í litlum bitum og “pulsið” aftur nokkrum sinnum. Bætið við vatninu og pulsið aftur nokkrum sinnum. Bætið að lokum við egginu og látið matvinnsluvélina vinna í um eina mínútu eða þar til deigið er farið að koma saman.
Stráið smá hveiti á borðið og hnoðið deigið aðeins. Setjið plastfilmu utanum deigið og kælið í ísskáp í um klukkustund.
Fylling:
Hitið olíu á pönnu við miðlungshita og steikið hakkið þar til það er orðið brúnað. Sigtið vökvann frá og setjið til hliðar.
Steikið laukinn, hvítlaukinn og paprikuna í nokkrar mínútur og bætið svo hakkinu aftur á pönnuna.
Bætið við soðinu, tómat paste, kryddunum, tómatasósunni, vatninu og trönuberjunum og hrærið öllu vel saman og látið malla á frekar lágum hita í um 25 mínútur. Hrærið öðru hverju.
Á meðan þetta mallar er upplagt að fletja út deigið og hita ofninn í 400 gráður. Stráið hveiti á borðið og fletjið deigið mjög þunnt. Notið t.d. litla skál eða lok á stórri jógúrtdollu til að skera út kringlóttar empanadas. Fletjið aftur út þegar þið eruð búin að skera þær út til að fá þær ennþá þynnri.
Hafið litla skál með vatni við höndina og dýfið fingrinum í og berið smá vatn á endana á hverri empanada áður en þið lokið henni til að festa hana betur saman.
Setjið um 2 msk af fyllingu í hverja empanada og smá rifinn ost yfir og lokið. Notið gaffal á endana til að kremja betur saman og fá smá mynstur í leiðinni.
Bakið í miðjum ofni við 200°C (400°F) í um 25 mínútur eða þar til empanadas verða ljósgylltar.