Ferskar maísstangir má nú fá í mörgum stórmörkuðum og þær verða unaðslega sætar og góðar þegar þær eru grillaðar. Síðan má skafa kornin af stöngunum og nota í margvísleg salöt en samsetningar eins og þessi eru oft kallaðar salsa í Mexíkó og suðvesturhluta Bandaríkjanna.
3 maísstangir, grillaðar
1 rauð paprika, skorin í litla bita
1/2 rauðlaukur, fínt saxaður
1 grænn chilibelgur, fræhreinsaður og fínsaxaður
1 búnt kóríander
3-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
safi úr 1 lime
hvítvínsedik
ólívuolía
salt og pipar
Grillið maísin og skafið kornin af. Saxið grænmetið og setjið í skál. Pressið lime-safann yfir, bætið við skvettu af góðu hvítvínsediki, vænni skvettu af ólívuolíu og bragðið til með salti og pipar.
Please follow and like us: