Fljótleg og þægileg uppskrift. Þessi skammtur dugir fyrir tvo.
200 gr linguini pasta (spagettí gengur líka)
1 rauð paprika
1 laukur
2 hvítlauksrif
10 gr fersk basillika
40 gr furuhnetur
15 gr smjör
1 msk grænmetissoð
80 gr fetaostur
ólífuolía
salt og pipar
———————-
Hitið ofninn í 230°C (450°F).
Hitið vatn að suðu í stórum potti og sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum eða þar til “al dente”. Sigtið pastað, bætið við pínu ólífuolíu til að það festist ekki saman og geymið í sigtinu.
Skolið paprikuna og skerið hana smátt. Dreifið paprikunni á bökunaplötu með álpappír og burstið ólífuolíu yfir alla paprikubitana. Saltið og piprið. Setjið í ofn í 12 mínútur eða þar til paprikan er farin að mýkjast.
Skerið basillikuna smátt og setjið til hliðar. Skerið laukinn smátt og kremjið hvítlaukinn. Setjið til hliðar. Hitið pönnu á meðalháum hita og þurrristið furuhneturnar í nokkrar mínútur eða þar til þær fara að brúnast. Fylgist mjög vel með því þær brenna auðveldlega.
Hitið 1 msk af ólífuolíu á pönnunni með furuhnetunum og bætið við lauknum og hvítlauknum. Steikið í ca 5-7 mínútur eða þar til laukurinn fer að mýkjast. Bætið við smjörinu og látið það bráðna. Bætið við grænmettissoðinu, blandið og takið pönnuna af hitanum.
Myljið fetaostinn smátt með höndunum og setjið í skál. Setjið pastað í stóra skál og bætið við ofnbökuðu paprikunni, furuhnetunum, lauknum og basillikunni. Blandið öllu vel saman. Berið fram og setjið fetaost yfir hvern skammt og nýmulinn pipar ef vill.