Hakkréttir

Taco skálar

Þetta er sniðug og aðeins öðruvísi útgáfa af tacos. Tortillurnar eru settar í (hörð) muffinsform og bökuð í ofni þannig að þetta verða stökkar tortillaskálar.

8 litlar hveiti tortillur
guacamole
1 laukur, smátt skorinn
500 gr nautahakk
1 pakki tacokrydd
1 lítil krukka salsasósa
lítil dós nýrnabaunir (líka hægt að nota gular eða svartar, bara eftir smekk)
iceberg kál, smátt skorið
sýrður rjómi
rifinn ostur

—————————————————————–

Útbúið guacamole ef þið veljið nota það. Uppskrift hér.

Skerið laukinn og kálið og setjið til hliðar.

Hitið ofninn í 175°C (350°F).

Steikið laukinn í nokkrar mínútur við miðlungshita þar til hann fer að mýkjast. Bætið þá hakkinu á pönnuna og brúnið það. Kryddið með tacokryddinu og bætið við vatni skv leiðbeiningum á pakkanum (líklega um 1 dl af vatni) og látið malla í nokkrar mínútur þar til vatnið gufar upp.

Mýkið tortillurnar með því að láta þær í örbylgjuofn í um 20-30 sek (má sleppa ef þið eigið ekki örbylgjuofn en þá þarf að gera þetta varlega til að þær rifni ekki).

Þrýstið tortillunum í stór muffinsform og látið þær síðan inn í ofn í 10 mínútur.

Bætið salsasósunni og baununum á pönnuna með hakkinu og látið malla áfram í 10 mínútur á aðeins lægri hita.

Á meðan þetta mallar getið þið sett kálið, sýrða rjómann og ostinn í litlar skálar og lagt á borð.

Setjið hakkið í tacoskálina og svo kál, sýrðan rjóma og ost ofaná. Njótið!


Please follow and like us: