Grænmetisréttir

Burrito með sætum kartöflum og svörtum baunum

Sætar kartöflur og trefjaríkar baunir gera þennan rétt góðan fyrir blóðsykurinn. Ef þú ert að elda fyrir einn eða tvo þá er hægt að geyma fyllinguna í ísskáp í 2 daga. Hentugt að hita upp aftur. Hægt er að hita tortillurnar í 10-12 sekúndur í örbylgjuofni.

8 skammtar.

2 tsk grænmetisolía
1 bolli laukur, smátt skorinn (1 meðalstór)
2 hvítlauksgeirar, kramdir
4 tsk cumin
1/2 tsk oregano
3/4 bolli (180 ml) grænmetissoð eða kjúklingasoð með litlu salti
1 meðalstór sæt kartafla, skræld og skorin í litla teninga (3 bollar)
1 dós (400 ml) skornir tómatar (diced) með chili (hægt að nota venjulega og bæta við smá ferskum chili eftir smekk)
1 dós (400 ml) svartar baunir, skolið vel
3/4 bolli (180 ml) gular baunir
1/4 bolli ferskt kóreander, smátt skorið
1 msk ferskur lime safi
1/8 tsk svartur pipar
8 stk (8″/20 cm) heilhveiti tortillur
1 bolli rifinn ostur
1/2 bolli sýrður rjómi með lítilli fitu

————————-

Hitið ofninn í 160°C (325°F).

Hitið olíu á djúpri pönnu eða stórum potti við meðalhita. Bætið við lauknum og mýkið í 2-3 mínútur og hrærið oft. Bætið við hvítlauk, cumin og oregano. Ef þið notið ferskt chili bætið því þá við líka. Blandið vel saman í 10-20 sekúndur og bætið svo við soðinu og sætu kartöflunum. Látið suðuna koma upp, setjið lokið á og látið malla í 5 mínútur.

Vefjið tortillunum í álpappír og setjið inn í ofn í 10-15 mínútur.

Bætið við tómötum, svörtum og gulum baunum. Látið suðuna koma upp aftur, setjið lokið á og látið malla í 5-10 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar fara að mýkjast.

Stappið nokkrum sinnum með kartöflustappara. Bætið við lime safanum, kóreander og pipar.

Setjið í hverja tortillu: 2/3 bolla af sætkartöflufyllingunni, 2 msk ost, 1 msk sýrðan rjóma.

Næringarupplýsingar fyrir einn skammt (ein tortilla með 2/3 bolla af sætkartöflufyllingunni, 2 msk osti, 1 msk sýrðan rjóma):
262 kaloríur, 14 gr prótein, 35 gr kolvetni, 15 gr trefjar, 10 gr samtals fita, 4 gr mettuð fita, 21 gr kólesteról, 784 mg natríum


Please follow and like us: